Atvinna - Hitt Húsið

03. desember 2013

Spurning

Ég sá að einhver var að spyrja um sumarvinnu hjá Hinu Húsinu. Nú er ég orðinn forvitinn og langar að fá að vita hvernig vinnu er hægt að fá hjá Hinu Húsinu. Takk fyrir.

Hæ hæ, í sumar voru starfræktir svokallaðir Sumarhópar fyrir fólk á aldrinum 17 – 25 ára. Þessir hópar voru ráðnir í gegnum Vinnumiðlun ungs fólks (sem hefur aðsetur og er starfrækt í Hinu Húsinu.) Þú getur séð nánari upplýsingar á www.hitthusid.is eða hringt í síma: 411 55 00.(vefur og sími uppfærður 31.10.2013) Einnig er jafningjafræðslan (starfrækt í Hinu Húsinu) með öflugt sumarstarf. Lausar starfsmannastöður í jafningjafræðsluna fyrir sumarið er auglýst á vorin. Ef þú hefur áhuga á að vinna í Hinu Húsinu þá hvet ég þig eindregið til að kíkja í heimsókn til okkar og skoða hvaða möguleikar og atvinnutækifæri standa til boða. Kær kveðja

03. desember 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?