Ein að leka niður úr vonleysi

05. nóvember 2013

Spurning

Halló ?.. ég er 13 ára . Ég er gjörsamlega að leka niður af vonleysi. á ég ekki bara að segja frá ævi minni ? ég hef ekki þekkt neitt sem kallast frábært. Bræður mínir eru alkólistar og dópistar, ég þurfti oft að horfa uppá slagsmál heima og líka þegar fíkniefna lögreglan kom heim, það var t.d kveikt í húsinu okkar af því að bróðir minn átti eftir að borga dópið. Svo byrjaði ég í skóla, ég átti bestu vinkonu áður en ég byrjaði í skólanum en ég missti hana því hún hitti aðra krakka, ég var þessi þybbna stelpan með gleraugun. Síðan þá hef ég verið lögð í einelti, ég er stundum barin af þeim og þau eru gjörsamlega búin að brjóta sjálfmyndina mína. Svo ekki fyrir svo löngu,Var mér nauðgað.. mér finnst allt vera búið.

Ég hélt því mjög lengi fyrir mig en svo sagði ég foreldrum mínum frá því, ég hitti þennan strák\mann á netinu, Hann í fyrsta lagi laug um aldur sinn, Hann var sá fyrsti sem ég hitti. ég er búin að kæra og allt það, En ég get ekki meira, þetta er alltaf að rifjast upp fyrir mér og mér dreymir oft um hann. Svo finnst mér ég svo ógeðleg og óhrein, ég fer stundum 2 á dag í sturtu. Svo eru það vinkonurnar , Veit ekki hvort að ég á að kalla þær það en okei, Leið og ég mér sný mér við þá hreita þær skút í mig og ég veit ekki hvað !.. Svo t.d Einn þeirra er í fýlu út í hinar þá kemur hún til mín en svo þegar þær eru búnar að sættast fer hún aftur til þeirra og lítur varla við mér, ég er samt sagt bara hækja held ég, en mér langar ekki að vera ein alltaf, Get aldrei sagt neinum ef eitthver sætur strákur var að reyna við mig eða eitthvað þannig. Já ég sker mig líka, ég er með 15 ör á hendinni ;/.. ég geng til sálfræðings og er á þunglyndislyfjum, Hjálpar mér voða lítið.. ég hugsa oft um að enda þetta helvíti. Eitt enn ;.. ég er 165 á hæð og 55kg, of þung :( ?.. nota oftast XS,S, M.. og 31 eða eitthvað svoleiðis á buxum.. ?

Sæl vertu. Ótrúlega flott hjá þér að skrifa okkur, sýnir mikið hugrekki og styrk. Þú sýnir vilja til að vinna úr því sem þú hefur lent í og það er ótrúlega flott hjá þér. Vandamál þín eru margvísleg. Ég ætla því að svara þér í nokkrum skrefum. 1.Heimilisaðstæður - það mótar fólk mjög mikið að alast upp á heimili þar sem alkahólistar/fíklar eru til heimilis líka. Persónuleikinn mótast mikið af því. Sumir fara í það að reyna í sífellu að gera öðrum til hæfis. Gera öðrum til hæfis á eigin kostnað. Ég bendi þér á Al-anon, það tilheyrir aa kerfinu en er fyrir aðstandendur fíkla/alkahólista.

Best væri fyrir þig að fara fyrst á nýliðafund. Þú þarft ekkert að tala frekar en þú vilt heldur getur fengið hjálp með því að hlusta á hina. Flestir koma þangað einir svo það er ekkert asnalegt að mæta ein. Sniðugt væri fyrir þig að fara á eða íhuga alateen.. skoðaðu þessa síðu og athugaðu hvort þú finnir þig í svörum við spurningunum http://al-anon.is/alanon/er-alanon-fyrir-mig/ .

Nauðgun - Mér þykir leitt að heyra að þér hafi verið nauðgað. Þú þarfnast hjálpar við að vinna úr því. Ég mæli með því að þú hringir niður á stígamót og pantir viðtal hjá þeim. Þú getur líka sent þeim meil á stigamot@stigamot.is ég myndi samt segja að það væri betra að hringja. Það gengur hraðar fyrir sig. E-mail svör eru lengur að skila sér. Nauðgun er mikið áfall. Konurnar á Stígamótum eru ótrúlega indælar og hafa hjálpað mörgum. Ég mæli með því að þú farir sem fyrst til þeirra. Ekki gefast upp eftir eitt skipti það þarf stundum að fara oftar. 3.samkvæmt tölunum þínum þá myndi ég ekki segja að þú værir of þung. Ég sló þyngdina þína inn í BMI töflu og þá ertu heilbrigð og meira að segja í neðri mörkum en það gefur til kynna að þú sért alls ekki of þung. Gangi þér sem allra best.

bkv. Ösp

05. nóvember 2013