Hvar má tjalda?

Það er í lagi að tjalda við alla aðalvegi og á óræktuðu landi yfir eina nótt. Vilji maður hinsvegar tjalda nærri húsi ber manni að fá leyfi hjá húseiganda.

25. september 2012

Hvar má tjalda?

Það er í lagi að tjalda við alla aðalvegi og á óræktuðu landi yfir eina nótt. Vilji maður hinsvegar tjalda nærri húsi ber manni að fá leyfi hjá húseiganda.

Alltaf þarf að biðja um leyfi til að tjalda ef tjöldin eru fleiri en þrjú, eða ef tjalda skal lengur en til þriggja nátta.

Það er í lagi að tjalda við vegi utan hins almenna vegakerfis ef ekki gilda sérstakar reglur um svæðið. Á óræktuðu landi er leyfilegt að tjalda nálægt þjóðvegi.

Á ræktuðu landi þarf ávallt að fá leyfi hjá landeiganda. Landeigendur geta bannað ferðamönnum að tjalda á viðkvæmum svæðum, þar sem hætta er á jarðvegsskemmdum.

Ef landeigendur reka tjaldsvæði á landi sínu hafa þeir heimild til að rukka ferðamenn fyrir þá þjónustu.

Mikilvægt er að muna að ganga ávallt vel um landið. Skilja aldrei eftir sig rusl og skilja ávallt við tjaldsvæðið í því ástandi sem maður kom að því. Á það bæði við þegar tjaldað er á viðurkenndum tjaldsvæðum sem og úti í náttúrunni.

Á vefnum Tjalda.is má finna gott leitarkort fyrir tjaldsvæði eftir landshlutum og allar frekari upplýsingar. Einnig má finna upplýsingar á Camping.is.

25. september 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum