Hvenær eru páskarnir?

Páskarnir eru á mismunandi tíma ár hvert, en dagsetning þeirra fer eftir tunglárinu. Hér er listi yfir páskana næstu árin.

07. mars 2016

Á hvaða tímabili eru páskarnir?

Páskarnir miðast við samnefnda hátíð gyðinga, en tímatal gyðinga byggir á tunglári og þess vegna eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma.  Páskarnir geta verið á rúmlega mánaðartímabili á vorin. Páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur (frá og með 21. mars). Páskadagur getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina.

Dymbilvika (síðasta vikan fyrir páska)

Dagarnir fyrir páska eru oft frídagar í íslenskum skólum og á sumum vinnustöðum.  Þar eru nokkrir kristnir hátíðisdagar:

  • Pálmasunnudagur: Samvkæmt Mattheusarguðspjallinu reið Jesú á asna inn í Jerúsalem til að halda páskadag gyðinga. Hann heitir Pálmasunnudagur því að margir veifuðu pálmagreinum til að fagna honum. Dagurinn er ekki almennur frídagur eða stórhátíðardagur en fellur náttúrulega alltaf á sunnudegi, sem eru frídagar (eða unnir með helgarálagi).
  • Skírdagur: Fimmtudagurinn fyrir páska, en þá borðaði Jesús “síðustu kvöldmátíðina” með lærisveinunum sínum og þvoði fætur þeirra.  Skír þýðir hreinn í þessu samhengi. Skírdagur er almennur frídagur.
  • Föstudagurinn langi: Þá var Jesús krossfestur.  Stórhátíðardagur.
  • Laugardagurinn fyrir páska: almennur frídagur.
  • Páskadagur: Stórhátíðardagur.
  • Annar í páskum: almennur frídagur.

Hvenær eru páskar?

Páskadagur fellur á þessa sunnudaga næstu árin:

2016 27. mars
2017 16. apríl
2018 1. apríl
2019 21. apríl
2020 12. apríl
2021 4. apríl
2022 17. apríl
2023 9. apríl
2024 31. mars
2025 20. apríl
2026 5. apríl


Heimildir:

07. mars 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Heilsa & kynlíf |  02.12.2014
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  29.06.2015 Af hverju er typpið mitt svona lítið?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?