Íbúðin ungmennahús

Íbúðin er staðsett í austurbæ Reykjavíkur og er opin öllum ungmennum á aldrinum 16-25 ára.

07. apríl 2014

Hvað er Íbúðin Ungmennahús?

íbúðin ungmennahús logoÍbúðin er ungmennarekið ungmennahús fyrir 16 ára og eldri sem er staðsett í austurbæ Reykjavíkur. Það er opið á mánudögum og fimmtudögum kl. 19:30-22:30 en einnig er hægt að fá að nota aðstöðuna á öðrum tímum, eftir samkomulagi.

Við Íbúðina starfar skipulagshópur sem kallast Hjartað. Hjartað fundar vikulega og sér um stóra og smáa hluti sem tengjast starfinu auk þess að vera andlit hússins út á við. 

Verkefni Hjartans(skipulagshópur íbúðarinnar) eru meðal annars að

  • skipuleggja opnunartíma,
  • skipuleggja og halda viðburði,
  • taka á móti hópum,
  • sjá um útlit Íbúðarinnar,
  • virkja hópa og einstaklinga til þátttöku,
  • sækja málþing og ráðstefnur, hafa áhrif á málefni ungs fólks í borginni og víðar.

Allir sem hafa áhuga á að hafa áhrif á og taka þátt í starfi Íbúðarinnar eru  velkomnir á Hjartafund.

Af hverju er Íbúðin til?

Íbúðin ungmennahús varð til vegna þess að ungt fólk sýndi fram á að það vantaði stað í Reykjavík þar sem það gæti hist til að spjalla, fengið sér kaffi, skipulagt og sótt viðburði, haldið fundi og unnið að verkefnum á sínum eigin forsendum. Aðstandendur Íbúðarinnar og Hjarta hópurinn hafa unnið að því frá 2010 að móta og þróa hugmyndafræðina og fá fjármagn í verkefnið og er það núna fjármagnað og rekið í góðu samstarfi Íþrótta- og tómstundaráðs og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Fyrir hvern er Íbúðin?

Öll ungmenni á aldrinum 16-25 ára eru velkomin í Íbúðina.

Hvað er hægt að gera  í Íbúðinni?

  • Hópar og einstaklingar geta fengið að nota aðstöðu Íbúðarinnar ókeypis og kaffi fylgir líka frítt með.
  • Hægt er að halda tónleika, fundi, markaði eða hvað sem ungu fólki dettur í hug.
  • Einnig er góð aðstaða til að læra og vinna að alls kyns verkefnum.
  • Það er líka velkomið að mæta bara til að fá sér kaffi, spila ping pong, fússball eða spila yatzy.

Aðstaða fyrir alls konar, möguleikar á margs konar!

Hvar er Íbúðin og hvernig er hægt að hafa samband ?

Safamýri 5, 108 Reykjavík
Netfang: ibudin.ungmennahus@gmail.com
Símar:  664-7680 / 692-3351
www.facebook.com/ibudinungmennahus

*Mynd er í eigu Íbúðarinnar 

07. apríl 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum