„Að koma út úr skápnum“

Að koma út úr skápnum vísar til þess þegar einstaklingar segjast vera samkynhneigðir, tvíkynhneigðir, skilgreini sig ekki sem karl né konu, eða hafi fæðst með röng kynfæri.

11. ágúst 2017

Það er eðlilegur hluti af lífinu að hafa kynferðislegar langanir og vera sáttur í eigin líkama. Sumir laðast af karlmönnum, kvennmönnum, báðum kynjum og sumir undirgangast kynleiðréttingu til að vera sáttir við líf sitt. Þegar einstaklingar „koma út úr skápnum“ er verið að vísa til þess þegar einstaklingar segjast vera samkynhneigðir, tvíkynhneigðir, skilgreini sig ekki sem karl né konu, eða hafi fæðst með röng kynfæri.

Við hvern getur fólk talað um kynhneigð eða kynvitund sína?

Mikilvægt er að geta rætt um líðan sína og tilfinningar við einhvern og fengið hjálp við að segja öðrum frá kynhneigð eða kynvitund sinni. Sumir ræða þetta við vini sem þeir treysta eða foreldra sína. Aðrir treysta sér ekki til þess, vilja það ekki eða geta það ekki. Því er gott að geta átt möguleika á að ræða við einhvern sem bæði hefur verið í sömu sporum eða hefur reynslu af því að styðja við hinsegin einstaklinga.

Samtökin ‘78 hjálpa fólki við að koma út úr skápnum

Samtökin '78 bjóða upp á einstaklingsviðtöl, hjálp og ráðgjöf fyrir hinsegin fólk (samkynhneigða, tvíkynhneigða, transgender) sem enn hafa ekki "komið út úr skápnum" gog einnig þeirra sem eru komnir út úr skápnum og eiga erfitt með að fóta sig í samfélaginu. Ráðgjafarnir hafa mikla reynslu af því að ræða við hinsegin einstaklinga í öllum aldurshópum. Boðið er upp á klukkutímaviðtöl í 2-3 skipti í senn og eru viðtölin ókeypis. Öll viðtöl, símtöl og tölvupóstar eru trúnaðarmál. Best er að hafa samband beint við samtökin í gegnum síma 552-7878 eða tölvupóstinn skrifstofa@samtokin78.is

Heimildir og frekari upplýsingar

11. ágúst 2017