Brúðkaupsafmæli

Á Vesturlöndum heita brúðkaupsafmæli eftir einhverju efnislegu sem er endurspeglað í gjöf eða veisluskreytingum.

08. júlí 2015

Mörg hjón kjósa að halda brúðkaupsafmælin sín hátíðleg með því að gera sér glaða stund saman eða halda jafnvel veislu þegar um stórafmæli er að ræða.  Brúðkaupsafmæli bera nöfn sem vísa í hugmynd að gjöf eða skreytingum fyrir veislu.  Sum pör gefa hvoru öðru gjöf með skírskotun í brúðkaupsafmælið, til dæmis bók á pappírsbrúðkaupi, peysu á bómullarbrúðkaupi og píanó á fílabeinsbrúðkaupi.  Eða, sennilega eru ekki margir sem gefa píanó í 14 ára brúðkaupsafmælisgjöf, en það væri samt töff hugmynd.

Listi yfir brúðkaupsafmæli

 • 1 ára – Pappírsbrúðkaup
 • 2 ára – Bómullarbrúðkaup
 • 3 ára – Leðurbrúðkaup
 • 4 ára – Blóma- og ávaxtabrúðkaup
 • 5 ára – Trébrúðkaup
 • 6 ára – Sykurbrúðkaup
 • 7 ára – Ullarbrúðkaup
 • 8 ára – Bronsbrúðkaup
 • 9 ára – Leir- eða Pílubrúðkaup
 • 10 ára – Tinbrúðkaup
 • 11 ára – Stálbrúðkaup
 • 12 ára – Silkibrúðkaup
 • 12 og hálft ár – Koparbrúðkaup
 • 13 ára – Knipplingabrúðkaup
 • 14 ára – Fílabeinsbrúðkaup
 • 15 ára – Kristalbrúðkaup
 • 20 ára – Postulínsbrúðkaup
 • 25 ára – Silfurbrúðkaup
 • 30 ára – Perlubrúðkaup
 • 35 ára – Kóralbrúðkaup
 • 40 ára – Rúbínbrúðkaup
 • 45 ára – Safírbrúðkaup
 • 50 ára – Gullbrúðkaup
 • 55 ára – Smaragðsbrúðkaup
 • 60 ára – Demantsbrúðkaup
 • 65 ára – Króndemantabrúðkaup
 • 70 ára – Járn- eða Platínubrúðkaup
 • 75 ára – Atóm- eða Gimsteinabrúðkaup
08. júlí 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?