Fær maður HIV við endaþarmsmök?

20. febrúar 2013

Spurning

Ég vill endilega fá að vita þetta.

Getur maður fengið HIV ef manni hefur verið riðið i rass og svo í píku? Og er í lagi að sleikja rassinn og fara svo í píkuna á milli? 

 

HIV getur smitast við óvarðar samfarir, hvort sem það er í endaþarm 
eða leggöng.  Smit á sér stað við beina snertingu við veiruna gegnum 
blóð, sæði eða leggangaslím.  Munnmök geta líka valdið smiti, við 
snertingu kynfæra og tungu.  Helsta sýkingahættan er ef húðin er rofin, 
ef það eru lítil sár í munni, á lim eða endaþarmi.  Endaþarmurinn er frekar
 viðkvæmt svæði og ef stunduð eru endaþarmsmök er mikilvægt að nota 
sleipiefni og smokk.

 

Ótengt HIV þá er almenn sýkingarhætta af því að færa hlut eða lim 
óþveginn milli endaþarms og legganga. 
 Því ætti alltaf að þvo liminn/hlutinn eða skipta um smokk ef hann hefur 
verið í endaþarmi áður en hann er settur í leggöngin.  Bakteríur sem eru
 eðlilegar í endaþarmi geta valdið sýkingu komist þær í leggöng.

 

Gættu hreinlætis og farðu vel með þig.   Kveðja Íris

 

 

 

 

 

20. febrúar 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?