Foreldraorlof

Foreldrar geta tekið allt að 16 vikna ólaunað leyfi frá störfum til að annast barn sitt.

03. október 2012

Hvað er foreldraorlof?

Foreldrar geta tekið allt að 16 vikna ólaunað leyfi frá störfum til að annast barn sitt. Þessi réttur fylgir hverju barni fram að 8 ára aldri.

Foreldraorlofið má taka í einu lagi eða skipta því niður í styttri tímabil, eða taka það út í minnkuðu starfshlutfalli. Vilji maður taka út foreldraorlof ber að tilkynna það til vinnuveitanda að minnsta kosti sex vikum áður en maður hyggst hefja orlofið.

  • Foreldraorlofi fylgja ekki greiðslur úr fæðingarorlofssjóði.
  • Foreldrar geta ekki framselt rétt til foreldraorlofs sín á milli. Það geta þeir hinsvegar með hluta fæðingarorlofsins.

Nánar má lesa sér til um foreldraorlof á vef velferðarráðuneytis.

03. október 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015