Rofnar samfarir

Sæðisdropar geta komið á undan fullnægingu og þótt engin fullnæging eigi sér stað hjá karlmanninum.

02. maí 2016

Hvað eru rofnar samfarir?

Rofnar samfarir er það kallað þegar karlmaðurinn tekur typpið út úr leggöngum konunnar áður en hann fær fullnægingu og sáðlátið á sér stað. Þetta er stundum gert til að draga úr líkum á því að konan verði ófrísk.

Eru rofnar samfarir örugg getnaðarvörn?

Nei. Rofnar samfarir eru engan vegin örugg getnaðarvörn. Rofnar samfarir geta vissulega dregið úr líkum á óléttu, ef þær eru notaðar með öðrum getnaðarvörnum, en aldrei ætti að treysta eingöngu á rofnar samfarir sem getnaðarvörn. Alltaf ætti að nota smokkinn og nota hann allan tímann.

Getur kona orðið ófrísk þótt engin fullnæging hafi átt sér stað?

Já, ef stundaðar eru samfarir í leggöng er ávallt hætta á því að konan verði ófrísk. Sæðisdropar geta komið á undan fullnægingu og þótt engin fullnæging eigi sér stað hjá karlmanninum. Og hvort konan fái fullnægingu eða ekki segir auðvitað ekkert til um líkurnar á því að hún verði ófrísk. Best er að nota alltaf smokk . . . og nota hann allan tímann! 

Fjölmargar konur hafa orðið ófrískar eftir að hafa stundað rofnar samfarir. Setja skal smokkinn á, áður en leikurinn hefst, og hann skal ekki tekinn af fyrr en að leiknum loknum.

02. maí 2016