Kvensmokkurinn

veitir bæði vörn gegn getnaði og mörgum kynsjúkdómum, t.a.m. klamýdíu, kynfæravörtum (HPV), lekanda, sárasótt, herpesveiru og HIV

02. maí 2016

Hvernig er kvensmokkurinn notaður?

Kvensmokkurinn er gúmmíhulsa sem komið er fyrir í leggöngum konunnar.

Hversu örugg getnaðarvörn er kvensmokkurinn?

Mesta öryggi kvensmokksins er 95% ef hann er notaður rétt. Sé hann ekki notaður samkvæmt leiðbeiningum aukast líkur á þungun.

Hvernig virkar kvensmokkurinn?

Kvensmokkurinn er mjúkur pólýuretan-smokkur sem rennt er inn í leggöng konunnar og kemur þannig í veg fyrir að sæði fari inn í leggöngin. Kvensmokkurinn hylur að hluta til ytri sköp konunnar líka.

Hverjir eru helstu kostir kvensmokksins?

 • Hann er nokkuð örugg getnðarvörn.
 • Hann veitir bæði vörn gegn getnaði og mörgum kynsjúkdómum,  t.a.m. klamýdíu, kynfæravörtum (HPV), lekanda, sárasótt, herpesveiru og HIV.
 • Hægt er að kaupa kvensmokka í apótekum.
 • Notkun smokka hefur engar aukaverkanir eins og hormónalyfin geta haft í för með sér.
 • Hægt er að setja kvensmokkinn upp hvenær sem er fyrir kynmök.
 • Hægt er að nota olíur með þessari gerð af smokkum.
 • Smokkurinn veitir einhverja vörn gegn leghálskrabbameini.
 • Notkun smokks getur dregið úr ertingu hjá karlmanni og þannig hindrað bráðasáðlát.

Hverjir eru helstu ókostir kvensmokksins?

 • Getnaðarvörnin er ekki alltaf til staðar í líkama konunnar og getur því gleymst.
 • Innsetning kvensmokksins krefst nákvæmni því að innri hringurinn þarf að liggja hátt uppi í leggöngunum.
 • Við samfarir þarf að gæta þess að limur karlmannsins renni inn í smokkinn, en ekki meðfram honum.
 • Kvensmokkurinn getur færst til og runnið út.
 • Smokkurinn getur valdið óþægindum eins og aðrir smokkar, svo sem ertingu og ofnæmisviðbrögðum.
 • Sumum getur fundist ákveðin leiðindi eða „turn off“ felast í notkun smokka.

Nánari upplýsingar um kvensmokka:

 • Kvensmokkurinn er með tveimur gúmmíhringjum.
 • Setja á innri hringinn milli fingra sér og renna smokknum hátt upp í leggöngin.
 • Nota þarf nýjan smokk í hvert skipti og fylgja vel leiðbeiningum við notkun.
   
02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018