Kjörþyngd

Að sjálfsögðu er fólk mismunandi í vexti og því geta sumir verið yfir venjulegri kjörþyngd en samt talist fullkomlega heilbrigðir.

18. janúar 2017

Hvað er kjörþyngd?

Segja má að kjörþyngd sé mælitæki á heilsu fólks þegar kemur að holdafari. Sé fólk yfir kjörþyngd telst það of þungt til að það teljist heilbrigt. Sé fólk undir kjörþyngd telst það líka óheilbrigt. Að sjálfsögðu er fólk mismunandi í vexti og því geta sumir verið yfir venjulegri kjörþyngd en samt talist fullkomlega heilbrigðir. Algengast er að kjörþyngd sé reiknuð út með þyngdarstuðul BMI.

Hvað er BMI stuðull?

BMI stendur fyrir Body Mass Index. Eftirfarandi tölur eru hafðar til viðmiðunar um holdafar fólks:

  • Sé fólk í <18,5 er það undir kjörþyngd.
  • Sé fólk í 18,6 - 24,9 er það í kjörþyngd.
  • Sér fólk í 25,0 til 29,9 er það yfir kjörþyngd.
  • Sér fólk í 30,0> telst það til offitusjúklinga.

Reiknivél fyrir BMI stuðul.

Fituprósenta líkamans gefur þó mun betri vísbendingar um líkamlegt ástand

Þyngdarstuðullinn er nefnilega aðeins til viðmiðunar. Hann hefur þær takmarkanir að segja ekkert til um hlutfall vöðva og fitu. Þeir sem eru vöðvamiklir geta því mælst yfir kjörþyngd, þó svo þeir séu í afbragðs góðu formi. Og þeir sem orðið hafa fyrir vöðvarýrnun, til dæmis í kjölfar veikinda, geta komið vel út í þyngdarstuðlinum þótt þeirra líkamlega ástand sé í raun ekki nógu gott.

Til að fá sem áreiðanlegasta útkomu er best að leita til fagfólks, t.d. á líkamsræktarstöðvum, og fá það til að gera fitumælingu með viðeigandi tækjabúnaði og mælingum.

18. janúar 2017