Hrifinn af stelpu

13. desember 2012

Spurning

Sko ég er 17 ára strákur og ég er alveg ótrúlega hrifinn af einni stelpu sem er á sama aldri. Hún er alveg yndisleg, og hún var að hætta með kærastanum sínum fyrir ca 2 dögum. Við erum oft í sambandi í gegnum MSN, svo smá í skólanum, en ekkert meira. Okkur kemur alveg ágætlega saman. En já ég er bara að pæla, hvenær ætti ég að spurja hana hvernig henni litist á mig, hvort það væri einhver sjens á milli okkar sko. Ætti ég að bíða og láta hana jafna sig eða dýfa sér bara beint í efnið????

Sæll. Þessi stelpa sem þú ert hrifinn af er nýhætt í sambandi og erfitt að vita hvernig þau sambandsslit hafi verið fyrir hana. Það er því spurning um að gefa henni smá tíma og þar sem þið eruð vinir þá þarf hún kannski meira á þér að halda sem slíkum. En ef þú ert svona ótrúlega hrifinn af henni þá er í lagi að þú látir hana vita af því þegar rétti tíminn kemur og svo er bara að vona að hún beri sömu tilfinningar til þín. Gangi þér vel. Erla

13. desember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum