Hvernig sækir maður um húsaleigubætur?

Húsaleigubætur eru yfirleitt um 18.000 krónur og eru ætlaðar til að aðstoða tekjulægri einstaklinga á leigumarkaðnum

30. október 2013

Áttavitinn: Hvernig sækja á um húsaleigubætur

Húsaleigubætur eru yfirleitt um 18.000 krónur og eru ætlaðar til að aðstoða tekjulægri einstaklinga á leigumarkaðnum. Til að sækja um húsaleigubætur þarf að gera gera eftirfarandi:

 • Prenta þarf út umsókn. Umsókn má finna á vef Reykjavíkurborgar, heimasíðu sveitarfélags eða félagsþjónustu.
 • Frumrit þurfa að fylgja af gildum húsaleigusamningi hjá leigusala. Leigusali og leigjandi þurfa báðir að hafa skrifað undir samninginn og einnig tveir vottar.
 • Húsaleigusamningurinn þarf að gilda í a.m.k. 6 mánuði, svo leigjandi eigi rétt á húsaleigubótum.
 • Þinglýsa þarf leigusamningi hjá sýslumanni í því bæjar- eða sveitarfélagi sem maður býr í. Ferlið tekur tvo daga og kostar 2.750 kr.
 • Fá þarf staðfest afrit af skattskýrslum allra þeirra sem búa í íbúðinni. Skattskýrslur má nálgast á skattur.is.
 • Mögulega þarf að skila inn staðgreiðsluyfirliti líka, það kemur fram á umsókninni um húsaleigubæturnar.
 • Útvega þarf launaseðla þrjá mánuði aftur í tímann.
 • Námsmenn þurfa að skila inn staðfestingu á skólavist, frá skólanum eða LÍN. Stundum dugar að framvísa skólaskírteinum.
 • Allir sem búa í íbúðinni þurfa að skila inn launaseðlum eða staðfestingu á skólavist.
 • Skila þarf inn staðfestingu á lögheimili, sem fá má hjá Þjóðskrá í Reykjavík, Árborg eða Akureyri. Að fá staðfestinguna póstsenda kostar 900 kr.
 • Skila þarf inn öllum pappírum á þjónustumiðstöð þess hverfis sem maður býr í.

Nánari upplýsingur um húsaleigubætur má nálgast á vef velferðarráðuneytis.

Athugið að einungis er hægt að fá húsaleigubætur fyrir leigu á heilli íbúð, ekki fyrir leigu á herbergjum. Aðeins einn einstaklingur í hverri íbúð getur fengið húsaleigubætur.

30. október 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016