Bifreiðatryggingar (bílatryggingar)

Best er að hafa samband við öll tryggingafélögin og finna hagstæðustu tilboðin.

23. desember 2014

Það er skylda að tryggja bíla hjá tryggingafélagi með ábyrgðar- og slysatryggingu

Ábyrgðartrygging bætir allt tjón sem aðrir bílar verða fyrir af völdum ökutækisins. Slysatrygging greiðir ökumanni bifreiðar bætur ef hann slasast sem og eiganda hennar sé hann farþegi.

Einnig eru valtryggingar í boði

Til viðbótar er hægt að kaupa valfrjálsar tryggingar, s.s. bílrúðu- og kaskótryggingu. Kaskótrygging bætir tjón á bíl, þó svo að ökumaður sé í „órétti“. Bílrúðutrygging bætir tjón sem verður á bílrúðum, s.s. vegna grjótkasts á malarvegum eða annarra slysa.

Hvað kostar að tryggja bíl?

Kostnaður við bifreiðatryggingar er tengdur ýmsum þáttum, s.s. tegund bifreiðar og aldri hennar, tegund tryggingar, aldri bifreiðareiganda og búsetu, tryggingafélagi o.fl. Best er að hafa samband við öll tryggingafélögin og finna hagstæðustu tilboðin.

Eins er ráðlegt að leita reglulega að nýjum tilboðum í tryggingar. Þannig getur fólk haldið tryggingafélögum á tánum og mögulega lækkað kostnað við rekstur bifreiðarinnar.

Hvar er hægt að láta tryggja bíl?

Þau tryggingarfélög sem tryggja bíla eru 4 að tölu:

23. desember 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Einkalíf |  22.07.2013 Kann ekkert að reyna við stelpur
Heilsa & kynlíf |  22.08.2013 Virkar pillan strax?