Fjárhagsaðstoð sveitafélaganna (Féló)

Bætur frá Féló er ætlaðar fólki sem er utan vinnumarkaðar, er ekki í námi og hefur ekki rétt á örorkubótum.

31. október 2013

Hverjir eiga rétt á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi?

Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna, eða Féló, er fyrir fólk sem er utan vinnumarkaðar, er ekki í námi né hefur rétt á örorkubótum. Íslenskum sveitarfélögum er skylt að veita einstaklingum og fjölskyldum sem ekki geta séð sér farborða ákveðna lágmarks fjárhagsaðstoð. Tekjur og eignir viðkomandi þurfa að vera undir ákveðnum viðmiðunarmörkum og getur aðstoðin verið bæði í formi láns eða styrks.

Hvernig er sótt um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögunum?

Áður en sótt er um fjárhagsaðstoð ber að kanna hvort maður eigi rétt á bótum eða öðrum framfærslumöguleikum, s.s. frá almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, greiðslum frá lífeyrissjóðum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Stundi fólk lánshæft nám ber því að leita til LÍN. Best er að ráðfæra sig við sitt sveitarfélag eða hvefamiðstöð í stærri sveitarfélögum t.d. þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í þínu hverfi um þessi mál.

Sótt er um fjárhagsaðstoð skriflega á sérstöku eyðublaði hjá þjónustumiðstöð þess hverfis sem maður býr í (eða hjá þínu sveitarfélagi). Nánar má lesa um fjárhagsaðstoð á vef Reykjavíkurborgar.

Gott er að hafa í huga að . . .

  • hafi umsækjandi sagt upp starfi sínu án skýringa eða hafnað atvinnutilboði er heimilt að skerða fjárhagsaðstoðina um helming þann mánuð sem atvinnutilboðinu var hafnað og næsta mánuð á eftir;
  • tilkynna þarf um breytingar á tekjum og fjölskylduaðstæðum ef slíkt kemur upp á. Fjárhagsaðstoð sem fengin er á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga er alltaf endurkræf. Fjárhagsaðstoð er skattskyld og nauðsynlegt er að skila inn skattkorti með umsókn.
31. október 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016