Hvað er swag?

20. maí 2015

Spurning

Hvað er swag? Allir vinir mínir segja það og ég veit aldrei hvað þeir eru að tala um !

Hæ hæ,

Swag er Enskt slanguryrði sem hefur nú verið notað á Íslandi um nokkur skeið. Uppruna þess má rekja til upphafs 19 aldar(1800) þar sem slangrið var notað yfir stolnar vörur.  

Þó hefur merking orðsins breyst og  tekið á sig nýja mynd í gegnum árin ‚ Þegar orðið er notað í dag á það sennilegast við um hvernig fólk ber sig, þá sem jákvætt lýsingarorð sem nær um alla þína burði, sjálfstraust, stíl og framkomu.

Þá er einnig hægt að vinna sér inn swag með gjörðum og þá er orðið notað sem einskonar hrós eða stigagjöf sem hægt er að vinna sér inn sem hrós.

Swag hefur í dag svipaða merkingu og orðin heillandi og töff og er mikið notað af vissum hópum ungs fólks.

Á áttavitanum má finna umræður og frekari upplýsingar um orðið og hvort sé betra að vera swag eða legend 

kv.

Sindri 

20. maí 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016