Í fíkn og langar að falla

20. febrúar 2013

Spurning

Halló halló,

ég er 15 ára kvk og er á 16. ári... Ég var í neyslu í 2 1/2 ár en er búin að vera edrú í 9 mánuði núna. En núna síðasta mánuð hefur mig langað mikið til að falla en samt vil ég það ekki innst inni. Hvað get ég gert til að reyna að dreyfa huganum?

Sæl,

það er gott að þú ert meðvituð um það innst inni að þú viljir ekki fara aftur í neyslu. Fíkn er samt svo sterk tilfinning að erfitt getur verið að stjórna henni þegar hún er búin að koma sér fyrir í hausnum. Upplýsingarnar sem þú gefur eru ekki miklar, s.s. hvort þú ert í skóla eða vinnu og aðrar aðstæður þannig að erfitt getur verið að ráðleggja hvað þú átt að gera til að dreifa huganum. Þú ert þó búin að taka fyrsta skrefið með því að leita aðstoðar.

Þú getur reynt að vera dugleg og virk í þínum áhugamálum, hugsaðu um þær neikvæðu afleiðingar fyrir þig ef þú fellur, reyna djúpa slökun en fyrst of fremst ættir þú að leita þér persónulegrar aðstoðar hjá ráðgjafa. Að halda sér edrú er vinna og samhliða henni þarf að fá leiðsögn til að fara eftir. Þú þarft að skoða hvers vegna þig langar núna til að falla, hvað hefur gerst og hvað get ég gert til að laga það sem hugsanlega er að. Hægt er að benda á ráðgjafaþjónustu hjá Ný leið-ráðgjöf s: 534-5444 sem sérhæfir sig í svona málum eða hjá ráðgjöfum Tótalráðgjafarinnar s:520-4600 til þess að fá nánari leiðsögn og ráðgjöf.

Hafðu endilega samband.

20. febrúar 2013