íbúðastyrkur

13. desember 2012

Spurning

Hæ, tótalráðgjöf. Ég er 19 ára og er að stunda nám. Mig vantar stað til að búa á og var að hugsa um að reyna að leigja íbúð. Ég hef lítinn pening þannig að ég ætlaði að spyrja ykkur hvort það væri hægt að fá einhvern peninga-styrk.

Sæl, Það eru ýmsir möguleikar í boði fyrir þig til að hefja nám í þessum aðstæðum ef þú treystir þér ekki til að vinna með náminu. Ef þú býrð úti á landi og ætlar í nám í höfuðborginni er hægt að sækja um dreifbýlisstyrk. Ef þú býrð ekki hjá báðum foreldrum getur þú sótt um menntunarmeðlag frá þeim báðum, eða því foreldri sem þú býrð ekki hjá, til 20 ára aldurs. Þetta gerir þú hjá Sýslumanni. Ýmist nám er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, helst er það þó verklegt nám, en þú getur skoðað listann á vefsíðu þeirra, www.lin.is Svo er í flestum stærri sveitafélögum möguleiki á að sækja um námsstyrk. Námsstyrkur er félagslegur styrkur og því nokkur skilyrði sem þarf að uppfylla. Það sem þú þarft að gera er að hafa samband við þá félagsþjónustu sem er í þínu sveitafélagi og ræða við félagsráðgjafa og kanna hvort þú eigir möguleika á að sækja um slíkan styrk. Gangi þér vel!

13. desember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016