Kláði í kynfærum

24. júlí 2013

Spurning

Hæ.
Ég var að pæla, undafarið hef ég verið með kláða þarna niðri. Kláðinn er ekki inni í leggöngunum bara að utan. Það er enginn sársauki bara pirringur. Útferð er nokkuð venjuleg, glær og ekki viss hvernig lykt á að vera af henni. Ég er hrein mey. Ég hef notað G-streng í rúmt ár, en alls ekki á hverjum degi, bara svona af og til. Er eitthvað að?

Það gæti verið að þú sért með sveppasýkingu. Það veldur kláða og útferð (glær eða hvít og ekki fylgir vond lykt). Sveppasýking er algengt vandamál og er ekki kynsjúkdómur. Þú færð lyf í apótekinu án þess að hafa lyfseðil frá lækni. Þú getur keypt krem sem heitir Pevaryl eða Canesten og notað það í nokkra daga. Þetta ætti þá að lagast. Notaðu kremið þó áfram í amk. tvo daga eftir að kláðinn fer til að losna alveg við sýkinguna. Ef að kláðinn lagast ekki við þetta þá skaltu fara til læknis til að vita hvað er að valda þessu hjá þér.

Gangi þér vel, kveðja Íris

24. júlí 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  31.05.2016
Einkalíf |  02.05.2016