Kláði milli barmanna

24. júlí 2013

Spurning

Ég er 13 ára stelpa og er byrjuð að fá svona kláða á milli barmanna. Er búin að láta tjékka á þessu og heimilislæknirinn lét mig fá krem til að bera á það (Daktakort) en það lagaðist fyrst en er komið aftur. Ég er ekki byrjuð á túr og ég er hrein. Langar ofboðslega mikið að vita hvað þetta er.(Já og ég er líka með svona eins og sár í endaþarminum, því þegar ég sest á klósettið þá er einsog það rifni eða ehv. mátt endilega segja mér það líka).

Þetta hljómar eins og sveppasýking og þá dugar Daktacort oftast. Það er mikilvægt samt að nota það alveg reglulega og nota það í 2-3 daga eftir að einkennin hverfa til að drepa sýkinguna alveg niður. Þannig að ég myndi nota Daktacortið áfram þar sem það lagaðist af því fyrst. Ef að þetta kom aftur þó að þú hafir verið að nota Daktacort áfram þá eru til önnur krem til að lækna sveppasýkingu, t.d. Canesten eða Pevaryl. Þú færð þessi krem í apótekinu án lyfseðils. Þú getur prófað annað hvort ef að Daktacortið er ekki að gera sig. Það er oft gott að fá að tala við lyfjafræðing í apótekinu og fá ráðleggingar.

Sveppasýking er algeng hjá stelpum og ekkert til að skammast sín fyrir. Þetta er ekki kynsjúkdómur. Það er mikilvægt að þvo sér með vatni og nota svo kremin eins og ráðlagt er. Annars getur sýkingin komið aftur og aftur. Það hjálpar að skipta oft um nærföt og gott nota mjúkar bómullar nærbuxur og forðast gerviefni. Það þarf líka að passa sig að klóra sér ekki þar sem húðin er viðkvæm og vont að fá sár. Getur orðið vont að pissa. Sennilega er sárið við endaþarminn líka vegna sveppasýkingarinnar og ætti að lagast fljótt.

Gangi þér vel, kveðja Íris

24. júlí 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar