Kláði og sviði þarna niðri

12. desember 2012

Spurning

hæ,ég er ekki byrjuð að sofa hjá en ég er ný byrjuð að stunda munmök með kærastanum mínum og núna fyrir svona tveimur dögum byrjaði mér að svíða alveg mjög mikið þarna niðri og klæjar líka stundum smá, en ég þori ekki að segja neinum frá þessu... hvað getur þetta eiginlega verið? og get ég farið ein til læknis eða þarf ég að vera í fylgd með foreldrum?

Hæ Flott hjá þér að leita ráða. Ef þig klæjar, ert rauð og svíður þá gæti verið að þú sért komin með sveppasýkingu. Það er ekki kynsjúkdómur og er því miður fremur algengt hjá stelpum. Þú getur keypt þér krem í apótekinu (þarft ekki lyfseðil frá lækni). Þessi krem heita Canesten eða Pevaryl, alveg sama hvora tegundina þú kaupir. Það er flott ef þú ræðir þetta við mömmu þína, þú þarft ekkert að segja um að þú sért byrjuð að stunda munnmök það þarf ekki að hafa neitt með sveppasýkinguna að gera. Stelpur fá sveppasýkingu t.d. ef þær svitna mikið í íþróttum eða eftir blæðingar út af dömubindum sem valda því að það sé mikill raki í klofinu. Þannig að það er alveg óhætt að tala um þetta við foreldra þína þó þú sért ekki tilbúin að ræða við þau um kynlífið. Það er líka flott ef þú ferð til læknis til að vera viss og fá greiningu og þú þarft ekki að hafa foreldra með. Þú pantar bara tíma sjálf á heilsugæslunni og læknirinn er bundinn trúnaði gagnvart þér. En ég ráðlegg þér þó að prófa að spjalla við mömmu eða pabba. Það er oftast best að hafa þau með sér í liði og þau geta komið á óvart með að vera vinir í raun. Gangi þér vel, kveðja íris

12. desember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?