Kosningavitinn 2013!

Kosningavitinn 2013 (Help me vote) er gagnvirk vefkönnun sem segir kjósendum hvaða framboðum þeir eru mest sammála um nokkur málefni og hvar þeir falla á hugmyndafræðilegt hnitakerfi

23. júní 2014

Hvaða framboðum ert þú mest sammála? Hvaða hugmyndafræði á best við þig?

Taktu afstöðu til 30 spurninga hér að neðan og þú færð fyrst að vita hvaða framboðum þú eru almennt mest sammála og getur smellt á hvert framboð til að sjá afstöðu þeirra til hverrar fullyrðingar fyrir sig.

Sömuleiðis getur þú séð staðsetningu þína og staðsetningu allra framboða á tveimur hugmyndafræðilegum ásum, sem eru ríkjandi í pólitískri orðræðu og oft kenndir við hugtökin hægri og vinstri. Annars vegar er um að ræða afstöðu í garð félagshyggju/markaðshyggju og hins vegar í garð frjálslyndis/forsjárhyggju. Vert er að taka fram að sú staðsetning er ekki alltaf í samræmi við hversu sammála svarendur eru framboðunum almennt, þar sem afstaða til ýmissa málefna kosninganna er ekki tekin með í þessa kvarða.

Sjá upplýsingar um verkefnið og algengar spurningar

Berðu þig saman og svaraðu spurningunum

Kemur vefurinn skringilega út? smelltu þá hér 

Hvernig var afstaða og staðsetning framboðanna fundin?

Afstaða framboða til málefna og staðsetning þeirra á kvörðunum var fundin með því að frambjóðendur þeirra voru beðnir um að taka afstöðu til 40 fullyrðinga, auk þess sem sérfræðingar um íslensk stjórnmál voru beðnir um að meta afstöðu flokkanna til þeirra.

Aðstandendur rannsóknarinnar staðsettu meðal-afstöðu (miðgildi) framboðanna til fullyrðinga og staðsetningu þeirra á kvörðunum út frá þessum svörum, með viðurkenndum reiknireglum HelpMeVote-verkefnisins.

30 spurningar voru síðan valdar af þessum 40, byggt á tölfræðilegum athugunum á því hvaða fullyrðingar aðgreindu framboðin best og mældu best hugmyndafræðilega afstöðu.

Hvernig var staðsetning framboða og svarenda á hnitakerfinu fundin?

Fyrstu 20 spurningarnar eru notaðar við útreikninga á hugmyndafræðilegum kvörðum (félagshyggja/markaðshyggja og frjálslyndi/forsjárhyggja). Fyrst er reiknað miðgildi hvers flokks/framboðs á hverri spurningu, en afstaða til allra spurninga er mæld á fimm punkta kvarða frá „mjög ósammála“ til „mjög sammála“.

Miðgildin er lögð saman þar sem tryggt er að + tala merkir alltaf „markaðshyggja“ þegar spurt er um félagshyggju/markaðshyggju og + tala merkir alltaf „frjálslyndi“ þegar spurt er um frjálslyndi/forsjárhyggju. Í lokin eru gildi flokkanna/framboðanna umreiknuð á kvarða frá -1 til +1.

Við útreikningu á staðsetningu svarenda á sömu kvörðum eru svör hans/hennar borin saman við staðsetningu flokkanna/framboðanna. Á þeim spurningum sem svarendur eru fullkomlega sammála flokknum/framboðinu fær svarandi gildið +1 á því hversu sammála hann/hún er flokknum/framboðinu.

Ef svarandi velur svar sem er það næsta við flokkinn / framboðið og í sömu átt (til dæmis ef svarandi er „sammála“ á meðan flokkurinn er „mjög sammála“) fær svarandi +1/2 á því hve mikið hann á sameiginlegt með flokknum / framboðinu.

Ef svarandi merkir við „hvorki sammála né ósammála“ og flokkurinn er annað hvort sammála eða ósammála, fær svarandi +3/8 á því hve mikið hann / hún á sameiginlegt með flokknum / framboðinu.

Ef svarandi er ósammála flokknum, þá fær hann -1 á hve mikið hann/hún á sameiginlegt með flokknum/framboðinu. Í lokin eru gildi hvers svaranda umreiknuð á skala frá -1 til +1 og staðsetning hans/hennar borin saman við staðsetningu flokkanna/framboðanna.

Hvernig er prósentutala fundin um hve sammála svarandi er einstaka flokkum?

Allar 30 spurningarnar eru notaðar til að reikna hve sammála svarandi er hverjum flokki fyrir sig. Hlutfall (%) er reiknað sem fjöldi svara sem eru eins/svipuð á milli svarenda og flokks deilt með heildarfjölda spurninga (30).

 

23. júní 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  31.05.2016
Einkalíf |  02.05.2016