löglegt eða ekki löglegt?

13. desember 2012

Spurning

Telst það ekki sem stuldur ef kennari tekur síma/iPod/annan hlut úr vasa eða höndum nemanda og nemandi neitar í skólum, einn stærðfræði kennarinn í skólanum mínum sagði að ef einhver myndi taka eitthvað af skrifborðinu sínu eða hillunni myndi sá fara til skólastjóra fyrir stuld... Nokkrum dögum áður hafði hann tekið iPod sem verið var að nota af einum nemanda... Það má vísa manni úr tíma en ekki taka hluti af manni ófrjálsri hendi, er það nokkuð? Kennarinn sagði að það standi í skólareglum að símar og önnur tól mega vera gerð upptæk... En skólareglur eru ekki landslögum æðri er það nokkuð?

Besta leiðin til að kanna stöðu sína telji maður að brotið hafi verið á manni í skólanum að tala við skólastjórnendur eða námsráðgjafa sem á að vera talsmaður nemenda og hjálpa þeim að vinna í sínum málum innan skólans. Ég skoðaði skólareglur í nokkrum skólum og þar kemur skýrt fram að ekki sé heimilt að hafa með sér ipod eða síma í skólan og slík tæki og aðrir persónulegir munir séu á ábyrgð nemenda. Það hvort um stuld sé að ræða þegar kennari tekur hluti í vörslu sína frá nemendum sem ekki er heimilt að hafa með í skólan er sjálfsagt hægt að hártogast eitthvað um en allavega er það alveg skýrt að slíka hluti á ekki að hafa með í skólan. En eins og ég sagði í upphafi er mikilvægt að ræða við skólastjórnendur og / eða námsráðgjafa viðkomandi skóla til að kanna stöðu sína í slíkum málum.

Með kveðju,

Gunnlaug

13. desember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016