Milliblæðingar eða ólétt?

22. ágúst 2013

Spurning

<p>Sæl, ég hef alltaf verið regluleg á blæðingum en núna er ég á pillunni og er mjög reglusöm að taka hana og hef aldrei gleymt. Ég var að hætta á 9unda spjaldinu mínu (er á Yasminelle) og það gerist voða lítið, þ.e er búin að vera "dropa" núna frá því á föstudaginn 20.10.12 - þó að ein síðasta pillan hafi verið eftir (21.10.12). Það hafa ekki komið svona blæðingar eins og ég þekki það. Mamma segir að þetta sé bara útaf ég er ennþá að venjast pillunni en getur það verið eftir 9unda spjaldið? Ég sko hélt bara áfam með spjaldið síðast útaf allir kvennmennirnir á heimilinu voru á blæðingum þá og þess vegna "smitaðist ég" og var því á blæðingum með pillunni (hélt bara áfram að taka hana) - Allir svo reglulegir hér að ég vissi að ef ég færi að dragst "aftur úr" þeim þá myndi ég alltaf vera á túr með pillunni og ekkert í raunverulega pilluhléinu. Er alveg eðlilegt að það sé að "dropa" svona eftir 9unda spjald eða ætti ég að fjárfesta í óléttuprófi eða hef ég ALLTOF miklar áhyggjur?</p>


Ef blæðingarnar eru minni en vanalega þá ætti þú að taka þungunarpróf áður en þú byrjar á næsta pilluspjaldi.  Til að vera viss.  Það er ólíklegt að verða ólétt á pillunni en ekki ómögulegt. Stundum geta komið milliblæðingar eða svona bletta blæðingar þegar konur eru á pillunni og þá þarf stundum að fá aðra tegund. Þá er hormónasamsetningin ekki rétt fyrir þig. En ég myndi gefa þessu meiri tíma. Ef óléttuprófið er neikvætt þá ér líklegast að þetta hafi gerst vegna smá sveiflu í hormónum þar sem þú tókst ekki pilluhlé síðast. Sjáðu svo til hvernig næsti mánuður verður. Ef aftur kemur upp svona rugl á blæðingum þá skaltu tala við lækninn þinn og spyrja út í hvort þú ættir ef til vill að prófa aðra tegund.

Gangi þér vel, kveðja íris

22. ágúst 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Heimilið |  21.04.2015