Nálar og götun

13. desember 2012

Spurning

Heyrru ég og kjærasti minn vorum að prufa svona nálar og dót hann er opin fyrir flestu og ég lika svo að við ákváðum að prufa stinga nál í gegnum tippið á honum og það fossaði blóð út um þú veist alvöru gatið ekki þar sem ég stakk nálinni og þetta var þykkt og mikið blóð umm hef ég hitt á einhverja æð eða einhvað? getur þetta verið hættulegt?já og við prufuðum lika mjög neðarlega á löpinni en þá spittist blóð eins og þegar þú stingur á slagæð . Getur hann dáið ef ég sting ekki á réttan stað? hvað ef hann myndi blæða út utaf svona og ég myndi hafa stungið nálinni í hann hvað yrði um mig ? færi ég í fangelsi þótt svo að þetta væri það sem hann bað um?

Sæl

Það er alltaf hættulegt að nota nálar ef maður er ekki sérfræðingur í nálastungum sem þýðir að hafa stundað formlegt nám í nálastungum. Þannig að ég ráðlegg þér að leggja þessa iðju á hilluna. Í tippinu eru margar stórar æðar, þess vegna stendur strákum svo það er mjög varhugavert að stinga nál í tippi og getur hreinlega verið mjög hættulegt.

Ef þú meiðir mann þannig að hann deyji er það alltaf þín ábyrgð og þú þarft að taka út refsingu sem væri líklega fangelsisvist, þó svo hann biðji þig. Það er mjög mikilvægt að ef þú ert beðin að gera eitthvað að þú hugsir málið og svarir samkvæmt þinni sannfæringu. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp sjálfstraust til að geta staðið á eigin fótum og geta dregið ályktanir en gera ekki bara það sem einhver segir!

13. desember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018