Dreifbýlisstyrkur

Jöfnunarstyrkur er ætlaður nemendum við framhaldsskóla sem stunda nám fjarri heimili sínu. Undanfarin ár hefur jöfnunarstykurinn verið rúmlega 100.000 krónur á önn.

20. júlí 2015

Hvað er jöfnunarstyrkur?

Jöfnunarstyrkur, eða dreifbýlisstyrkur, er ætlaður nemendum við framhaldsskóla sem stunda nám fjarri heimili sínu. Námið verður að vera skipulagt framhaldsskólanám að lágmarki 1 árs langt. Ekki er hægt að sækja um jöfnunarstyrk fyrir námi erlendis.

Hverjir eiga rétt á jöfnunarstyrk?

Þumalputtareglan er sú að allir framhalds- og menntaskólanemar sem stunda nám fjarri heimili sínu eiga rétt á jöfnunarstyrk. Nemendur sem eru á námslánum geta þó ekki fengið jöfnunarstyrk samhliða lánunum. Námið verður að vera skipulagt framhaldsskólanám, að lágmarki 1 ár og að hámarki 4 ár.

Hvernig er sótt um jöfnunarstyrk?

LÍN sér um umsóknir og úthlutanir jöfnunarstyrkja. Sótt er um á Mínu svæði á heimasíðu LÍN. Umsóknarfrestur er til 15. október fyrir haustönn og 15. febrúar fyrir vorönn.

Nánar má lesa um jöfnunarstyrk á vefsvæði LÍN.

Hversu hár er jöfnunarstyrkur?

Upphæðin er misjafnlega há ár hvert en hversu há tengist t.d. fjárlögum og fjölda umsókna.  Skólaárið 2012/2013 var jöfnunarstyrkurinn 121.000 krónur á önn fyrir dvalarstyrk og 68.500kr fyrir akstursstyrk. 

20. júlí 2015