Námsstyrkir frá stéttarfélögum

Stéttarfélög veita félagsmönnum sínum oft styrki til endurmenntunnar, aukinna bifvélaréttinda eða tómstundanáms.

24. maí 2017

Hvað eru námsstyrkir frá stéttarfélögum?

Stéttarfélög veita félagsmönnum sínum gjarnan styrki til náms. Oftast eru þetta styrkir til endurmenntunnar, aukinna bifvélaréttinda eða tómstundanáms. Reglur og úthlutanir eru þó mismunandi eftir stéttarfélögum og er því best að hafa samband við sitt stéttarfélag til að fá frekari upplýsingar.

Hverjir eiga rétt á námsstyrk frá stéttarfélagi?

Þumalputtareglan er sú að fólk sem hefur unnið 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum í 100% starfi á rétt á námsstyrk. Upphæð styrksins er í ákveðnum tilfellum háð því hversu lengi viðkomandi hefur greitt félagsgjöld í stéttarfélagið.

Hvaða nám styrkja stéttarfélögin?

Eins og fyrr sagði eru úthlutunarreglur ólíkar eftir stéttarfélögum. Því er best að hafa samband við sitt stéttarfélag og sjá hvort það bjóði upp á styrki til þess náms sem fólk hefur hug á að fara í.

Hvernig er sótt um námsstyrk hjá stéttarfélagi?

Hvert stéttarfélag á aðild að ákveðnum menntasjóð, en menntasjóðirnir eru nokkrir. Þeir helstu eru:

Sótt er um styrki á vef viðkomandi menntasjóðs.

24. maí 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  31.05.2016
Einkalíf |  02.05.2016