LungA lýðháskólinn

Námið í LungA skólanum er tilraunakennt listnám. LungA skólinn er lýðháskóli og er á Seyðisfirði.

04. nóvember 2014

lunga.jpg

Flokkun: 

Hvaða nám er í boði?

Námið í LungA skólanum er tilraunakennt listnám.  LungA skólinn er lýðháskóli og er á Seyðisfirði.

Á vefsíðu skólans segir:

LungA skólinn er tilraunakenndur jarðvegur fyrir sköpun, listir og fagurfræði. Hann er listaskóli fyrir þá sem hafa opinn huga, fyrir þá ótömdu og fyrir þá sem vilja rannsaka.
Við viljum ýta undir sérstöðu hvers einstaklings og styðja við bakið á nemendum okkar, svo þeir finni sér sína leið í átt að sterkari sjálfsmynd, ásamt því að þroskast, skilja betur heiminn og finna sitt hlutverk í honum. Við framkvæmum í gegnum tungumál listarinnar og sköpunargáfunnar.

Nánar um námið í námsskrá skólans (á ensku). 

Hvernig er námsfyrirkomulagið?

  • Námið byggist á tveimur önnum og er hvor önn um það bil 12 vikur.
  • Námið fer fram á ensku.
  • Innifalið í skólagjöldum er húsnæði og fæði. 
  • Engin aldurstakmörk eru, en flestir nemendur eru 18-30 ára.

Hvar er LungA skólinn og hvernig hef ég samband? 

LungA skólinn
Hafnargata 28
710 Seyðisfjörður
Netfang: school@lunga.is
Vefsíða: http://lunga.is/school/
Sími: 8663046

04. nóvember 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016