Neyðarpillan og blæðingar

22. júlí 2013

Spurning

hæ! ég tók neyðarpilluna (unofem) 25sept. átti að byrja á túr 21.sept. (þannig eg var sein fyrir) og svo varð ég veik 30sept. með hita og hausverk og svo byrjaði að blæða..ég er eginlega allveg viss að þetta sé ekki túr. þetta er meira blóð og miklu þynnra en venjulega og svo hætti það eftir 2 daga! en ég er ennþá veik hitinn að fara upp og niður allveg kl.tíma fresti...ég veit ekki hva þetta er var bara að spá hvort þetta gæti verið útaf unofem? hef aldrei tekið hana áður...bara þessa prostogen..(ég bý í þýskalandi núna og aðeins erfiðara að far til læknis annars væri ég laungu búinn að drífa mig!)

 

Það er ólíklegt að þú veikist af lyfinu.  En það er mikilvægt að þú komist að því hvað er að valda þessum hita hjá þér.   Það er erfitt fyrir mig að giska á það út frá þeim upplýsingum sem þú gefur.  Það er spurning hvort þú ert með einhver önnur einkenni? Beinverki, höfuðverk, verki í kvið, verki líka túrverkjum, vont að pissa?  Allt þetta gefur vísbendingar um hvort þú ert með flensu eða hvort þetta er eitthvað annað.  En ef að þú varst sein með blæðingar, komin 4 daga fram yfir, og séns á að þú hafir verið orðin ólétt fyrir þá gerir Unofem ekki gagn við að rjúfa þá meðgöngu.

 

Þú skalt því í fyrsta lagi taka þungunarpróf og sjá hvort það er eitthvað til að hafa áhyggjur af.  Annars vegar skaltu panta þér tíma hjá lækni en fara strax til læknis ef þú ert með verki í kviðnum.   Ég ráðlegg þér að fara í læknisskoðun, láta tékka á hvort þú gætir hafa smitast af kynsjúkdómi og athuga með þvagfærasýkingu.  Einnig væri gott hjá þér að ræða við lækni um getnaðarvarnir.  Ef þú ert farin að sofa hjá þá er best hjá þér að fara á einhverja getnaðarvörn, eins og pilluna, en mundu þó að smokkurinn er eina sem dugar til að verjast kynsjúkdómum.

 

Ég er ekki að reyna að hræða þig með því að senda þig til læknis, það gæti vel verið að þessi hiti sé tilviljun og að þú sért bara með einhverja pest.  En það er mikilvægt að fá úr því skorið því að ef að eitthvað er að í móðurlífinu þá getur það haft alvarlegar afleiðingar síðar. 

Gangi þér vel, kveðja íris

 

22. júlí 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018