Hvernig á að raka sig að neðan?

04. júlí 2013

Spurning

Sæl, ég er 15 ára stelpa og mér langar aðeins að fræðast um hvernig maður rakar sig að neðan? Ég hef spurt mömmu mína út í þetta, en henni finnst þetta ekki sniðugt... Ég rakaði einu sinni pínu, en þá hafði ég ekki vit að maður ætti að vera með hreint rakvélablað svo að ég nota það sem ég var búin að raka lappirnar mínar með minnir mig, og auðvitað klæjaði mig næstu dagana eftir því að broddarnir voru ábyggilega að vaxa. En getur rakstur þarna niðri ef maður gerir eitthvað vitlaust, getur það valdið einhverju? T.d. að maður gæti ekki eignast börn þegar maður verður eldri eða er það vitleysa?? :S Mér langar að byrja að sofa hja, en ég er ekki búin að því samt, en ef sá dagur rennur upp, ætti maður að segja mömmu sinni eða hafa það bara fyrir sjálfan sig? Og ein spurning í viðbót... Getur maður tekið neyðarpilluna, þegar maður hefur aldrei verið á sjálfri pillunni? Vinsamlegast gæti ég fengið svar sem fyrst ... :D Takk fyrir

 

Þetta eru allt góðar spurningar hjá þér.

Fyrst varðandi rakstur á kynfærasvæðinu.  Í fyrsta lagi þá er það ekki hættulegt.  Það er engin hætta á að raksturinn hafi áhrif á frjósemina.  En þó það sé ekki hættulegt þannig þá þarf samt að fara varlega því annars er hægt að lenda í allskonar veseni.  Það er rétt að rakvélablaðið þarf að vera hreint.  Það er best að raka sig í sturtu eða baði því að þá rennur rakvélin betur á húðinni og húðin er opnari.  Þú skalt nota sérstaka raksápu fyrir þetta svæði.  Eftir rakstur er gott að bera á sig ilmefnalaust krem eða aloevera til að kæla húðina.  Það getur þó verið erfitt að koma í veg fyrir kláða þegar hárin vaxa aftur og einnig geta komið lítil útbrot eftir raksturinn.  Þá er mjög mikilvægt að kreista ekki eða kroppa í bólur svo að ekki komi sár sem geta sýkst.  Einnig er auvitað líka mjög vont að skera sig og þarf að passa vel upp á sýkingarhættu.

Ef þú vilt raka þig þá skaltu gera eins og síðast og byrja á litlu svæði til að æfa þig og sjá hvernig þú bregst við.

Gott samband við foreldra, mömmu eða pabba, er ómetanlegt.  Flestir foreldrar kunna að meta þegar barnið þeirra er opið og deilir með þeim hvað sé að gerast í lífinu þeirra.  Kynlíf er stórt skref og ef þú treystir þér til að tala við mömmu þína um það þá skaltu endilega gera það.  Það gerir allt miklu auðveldara.  Ef eitthvað kemur upp á, ef þú þarft að fara í tékk, ef þú vilt byrja á pillunni eða fá pening fyrir smokkum.  Og svo bara ef þú ert með áhyggjur af einhverju eða stressuð þá er frábært að hafa einhvern fullorðinn sem þu treystir til að tala við.  Og ef það er foreldri þá er það best.

Þannig að mitt ráð hvort þú eigir að segja mömmu þegar þú ert tilbúin að sofa hjá er pottþétt já.

Þú mátt alveg taka neyðarpilluna þó þú sért ekki á pillunni.  En neyðarpillan ætti að notast í neyð þannig að ekki sleppa getnaðarvörn og nota neyðarpilluna í staðinn.  En ef svo fer að þú þarft á neyðarpillunni að halda mundu þá að hún virkar betur því fyrr sem þú tekur hana eftir samfarir.

 

Gangi þér vel, kveðja íris

04. júlí 2013