Borga ég minni skatta ef ég leigji út íbúð í gegnum fyrirtæki?

20. nóvember 2013

Spurning

Ef ég leigi út íbúð þá þarf ég að borga x háan skatt af tekjunum, hvað græði ég á að stofna fyrirtæki/einkahlutafélag sem að kaupir íbúðina og leigir hana svo út. Borga ég ekki minni skatta ef ég myndi leigja hana út í gegnum fyrirtæki?

Hæ hæ

Einstaklingur sem leigir út íbúð sína án þess að um atvinnurekstur sé að ræða greiðir fjármagnstekjuskatt af leigutekjunum en hann á rétt á 30% frádrætti frá tekjunum áður en til skattlagningar kemur. Fjármagnstekjuskattur er nú 20%. Af því að í raun er greiddur fjármagnstekjuskattur af 70% af tekjunum greiðist 14% af leigutekjunum í skatt. Útleiga á íbúðarhúsnæði hjá einstaklingi getur ekki talist til atvinnurekstrar nema fyrningargrunnur þess nemi a.m.k. 29.324.700 kr. (fjárhæðin er tvöföld hjá hjónum).

Einkahlutafélag sem leigir út íbúð telur heildartekjurnar fram til tekna og getur síðan dregið frá þann kostnað sem féll til vegna íbúðarinnar.  Á hagnað félagsins er nú lagður 20% skattur. Einstaklingur sem fær síðan arð greiddan út úr félaginu greiðir 20% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunni.

Þá má nefna að söluhagnaður af íbúðarhúsnæði er skattfrjáls hjá einstaklingi hafi hann átt íbúðarhúsnæðið lengur en tvö ár og heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis í hans eigu er undir 600 rúmmetrum (1.200 hjá hjónum). Söluhagnaður af íbúðarhúsnæði í eigu einkahlutafélags er á hinn bóginn skattskyldur.

Eins og sést af þessu er ekki hægt að svara spurningunni um hvort minni skattur sé af útleigu íbúðarhúsnæði hjá félagi heldur en hjá einstaklingi. Það ræðst af atvikum hverju sinni. Jafnframt er rétt að benda á að ríkisskattstjóri veitir ekki ráðgjöf um hvaða form á rekstri eða útleigu er hagfelldast. Auk þess geta ýmis atvik og aðstæður haft áhrif á það hvernig líta ber á hlutina út frá skattalegum sjónarmiðum og verður því spurningum af þessu tagi ekki svarað nema með almennum hætti. 

Gangi þér vel

20. nóvember 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum