Kláði og útferð, kanski sveppasýking ?

22. júlí 2013

Spurning

hæhæ ég er búin að vera með rosalegan kláða og sviða í klofinu í svona 2-3 daga og er með þykkari og gulari útferð og svo er ég rauð og soldið bólgin og aum og svo er leggangagatið hvítt eða svona hvítt í kringum er þetta sveppasýking?


Já mjög liklega er þetta sveppasýking.  Lýsingin smellpassar.  Ef það er séns á að þú getir verið með kynsjúkdóm er þó ráð að vera viss um að svo sé ekki og fara í tékk á heilsugæslunni eða göngudeild húð og kynsjúkdóma.  Við sveppasýkingu færð þú lyf í apótekinu án lyfseðils,  það eru til krem og stílar, Canesten eða Pevaryl.  Þú getur fengið ráð hjá lyfjafræðingi í apótekinu ef þú ert ekki viss um hvað sé best fyrir þig.

Gangi þér vel, kveðja íris

22. júlí 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?