Pilluhlé og blæðingar

03. júlí 2013

Spurning

Hæ, var að spá. Hef alltaf tekið pilluna á réttum tíma og ég og kærastinn minn notum líka alltaf smokk. En við slepptum því í tvö skipti og svo er pilluhlé og ég er á öðrum degi og ég byrja ekki á túr. Á ég að hafa áhyggjur, er séns að ég sé ólétt??

 

Ef þú hefur tekið pilluna samkvæmt leiðbeiningum og ekki fengið magapest (kastað upp eða verið með niðurgang) þá ætti allt að vera í fínu.  Það geta liðið 2-3 dagar stundum áður en blæðingar byrja í pilluhlé.  En ef ekkert gerist þá skaltu taka þungunarpróf.

Gangi þér vel og flott hjá þér að passa vel upp á öryggið, kveðja íris

03. júlí 2013