Húsaleigubætur

03. júlí 2013

Spurning

Geta margir einstaklingar leigt sömu íbúðina og allir fengið húsaleigubætur? Þyrftu til þess að vera sér samningur per einstakling? Erum tveir 18 ára að fara leigja saman.

Góðan daginn.

Nei, það er ekki hægt. Það er aðeins hægt að gera einn húsaleigusamning og greiðist húsaleigubætur á hann, þeas þú getur ekki fengið bætur ef einhver annar í íbúðinni fær húsaleigubætur. Eins áttu ekki rétt á húsaleigubótum ef þú býrð með skyldmenni eða ef þú leigir einstaklingsherbergi eða íbúð sem er með eldhús eða baðaðstöðu sem er sameiginlegt fleirum. Þú þarft að sækja húsaleigubætur hjá þjónustumiðstöð hverfisins sem húsnæðið er í og þarf samningurinn að vera til sex mánaða eða til lengri tíma og hann þarf líka að vera þinglýstur hjá sýslumanni. Þegar sótt er um húsaleigubætur þá þarf að taka fram hverjir ætla að búa þarna og eru tekjur hvers íbúa skoðaðar svo hægt sé að umskurða hvort öllum skilyrðum sé fullnægt.

 

Gangi ykkur vel.

03. júlí 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum