Taka þungunarpróf á pillunni?

03. júlí 2013

Spurning

Ég stundaði samfarir fyrir tveimur dögum, smokkurinn rifnaði en er á pillunni. Er samt með ógleði og væga túrverki en er ekki byrjuð á túr. Ég var að pæla hvort að ég gæti tekið óléttupróf þótt að ég væri á pillunni þar sem að ég tek alltaf pilluspjald fram yfir túrinn svo ég veit ekkert hvenær ég á að fara á túr?

 

 
Þú skalt taka þungunarpróf þó þú sért að taka pilluna og þó þú sért á blæðingum ef þú ert ekki viss um að hafa verið örugg.  Það á ekki að hafa nein áhrif á niðurstöðuna.  Ég er ekki alveg viss hvað þú ert að meina með að vita ekki hvenær þú átt að fara á túr.  Ertu þá með pilluspjald sem er 28 pillur?  Ef svo er þá átt þú að fara á túr þegar þú ert búin með 21-23 pillur af spjaldinu.  Ef þú ert með spjald sem er með 21 pillu þá skaltu taka hlé næst.  Það er ekki ráðlagt að fresta blæðingunum oft í röð.  Þá koma milli blæðingar og óregla á tíðarhringinn.
 
Endilega skrifaðu mér aftur ef þú ert ekki viss hvað ég er að tala um.
 
Gangi þér vel, kveðja íris 
 

 

 

03. júlí 2013