Hvað borðum við margar kaloríur á ári?

03. júlí 2013

Spurning

Hvað borðum við margar kaloríur á ári?

Hæ,

það er mjög mismunandi hversu margar kaloríur hver og einn innbyrðir á ári hverju. Fólk hefur mismunandi lífsvenjur og matarvenjur. Meðaltal mjög breytilegt eftir staðsetningu í heiminum en talað er um að meðaltalið um heim allan sé um það bil 2.470 hitaeiningar á dag en er það hæðst í Bandaríkjunum, um 3.330 kaloríur, og þar á eftir er Holland. Árið 2002 gerði manneldisráð Íslands könnun um matarræði Íslendinga og var meðtaltal hitaeininga allra landsbúa um 2.145 kaloríur á degi hverjum.

Gert er ráð fyrir að karlmenn þurfi að innbyrða um 2.500 - 2.700 hitaeiningum en konur mun færri, eða 1.800 - 2.000 hitaeiningar.

Einnig er mjög breytilegt hversu margar kaloríur hver og einn einstaklingur þarf, taka þarf mið á aldri, hæð, stærð, lífstíl, kyni og almennri heilsu.. Ungur karlmaður sem er líkamlega virkur þarf að innbyrða mun fleiri kaloríur en eldri kona sem stundar litla hreyfingu.

 

Vona að þetta svari spurningunni þinni.

 

Gangi þér vel.

 

03. júlí 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  31.05.2016
Einkalíf |  02.05.2016