Er að kálast eftir rakstur

28. ágúst 2013

Spurning

Hæ, ég var að raka mig að neðan um daginn og svo virðist sem að rakvélablaðið hafi alls ekki verið nógu gott. Ég er með fullt af litlum skurðum/ sárum sem eru bólgin og rauð, hryllilega vont sérstaklega við þvaglát. Hvað get ég gert í þessu er að kálast! Keypti krem ( sáragaldur frá villimey) bar það á mig í dag og það hjálpar smá..

 

Æ leitt að heyra, það er svo mikilvægt að rakvélablaðið sé hreint og húðin líka þegar rakað er.  En allavega, gott hjá þér að kaupa krem og sáragaldur gæti alveg virkað.  Passaðu bara vel að þvo þér með vatni og halda þessu hreinu.  Best ef þú getur látið lofta um þetta t.d. á nóttunni, að sofa buxnalaus.   Ef þetta lagast ekki þá verður þú að fara til læknis því það er alltaf hætta á að sýking komist í svona sár sem þarf að meðhöndla.  Þú getur þá farið til læknis á heilsugæslunni og fengið ráð. 

Gangi þér vel, kveðja íris

 

28. ágúst 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016