Sambandið dautt

17. september 2013

Spurning

hæ:) eg er 27 ára og er búin að vera í sambandi með kærasta mínum næstum því 6 ár og eigum tvær litlar dætur. En sambandið hjá okkur er búið að vera mjög dautt og stundum erfiðleika eins og rífumst mikið og eins og fjarlægjumst alltaf,,erum búin oft búin að ræða saman um að vera meirra náinn hvort oðru og þegar við prófum það,þá endar það svona kannski í mánuð,,svo stundum þegar eg ræði við hann um vandamálin þá er eins og eg se að tala við sjálfa mig eða hann se að fjarlægast þetta umræðuefni ,,við erum alveg hægt að haldast í hendur,kyssast og bara eins og venjuleg sambond eru og kemur stundum fyrir að hann vill bara kynlíf svo sirka mánaðafresti og stundum lengra,,hvað er hægt að gera í þessu?

kveðja kolbrún

 

Flott hjá þér að taka frumkvæði og vilja vinna og laga sambandið ykkar. Mín ráðlegging er að fara í ráðgjöf. Að fara saman í viðtalsmeðferð hjá hjónabandsráðgjafa (skiptir ekki hvort þið eruð gift eða ekki). Það gæti bjargað sambandinu ykkar ef þið eruð bæði tilbúin í að vinna í því. Fyrst og fremst þarft þú að ræða það við kærastann hvort hann sé tilbúinn í þá vinnu með þér. Samskipti eru aðal málið og best að grípa sem fyrst inn í áður en þið fjarlægist.
Það hljómar eins og þið hafið mikið að gera með tvær litlar dætur og það getur haft mikil áhrif. Álag í vinnu eða peninga áhyggjur geta spilað stórt hlutverk. Þó að tilfinningin sé að þið séuð að fjarlægjast þarf það alls ekki að vera þannig að ástin sé ekki til staðar. Takið tíma fyrir ykkur tvö, talið saman. Setjið sambandið ykkar í forgang og styðjið hvort annað þegar álagið er mikið. Stundum þarf smá hjálp til að komast á þennan stað og til þess er ráðgjöfin. Þið þurfið kannski bara nokkra tíma til að nálgast aftur og opna fyrir samskiptin. Hver veit kannski er nóg að þú ræðir við hann um að fara í ráðgjöf og þar með opnast fyrir samskiptin að hlúa að sambandinu ykkar.
Ég get ekki mælt með neinum sérstökum ráðgjafa, þú getur leitað eftir hjónabandsráðgjöf á netinu eða spurt vini hvort þau mæli með einhverjum.
Gangi þér vel, kveðja íris
17. september 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?