Dauðinn sem hugðarefni

04. nóvember 2013

Spurning

Hæ hæ
Ég hef verið að hugsa mikið um dauðan upp á síðkastið og veit ekki alveg í hvaða átt ég á að fara eða hvert nákvæmlega ég á að leita. Upplifanir aðra um dauðan hafa verið mér hugleiknar og langar mig til þess að fá að upplifa það sama og hinir bara í gegnum líkama minn. Ég pæli mikið í áhugaverðum dauðdögum og verð alltaf forvitnari og forvitnari. „Hræðstu ei, það er gott að deyja“,
einhverstaðar las ég þessa tilvitnun og hefur hún setið í mér síðan. Á ég að halda áfram að spá í þetta eða á ég að finna mér nýtt hugðarefni?

Hæ hæ,

Það er eðlilegt að hver og einn taki tímabil þar sem dauðinn er þeim ofarlega í huga og er dauðinn víst eitthvað sem ekkert okkar kemst hjá með að kynnast. Í raun veit ég ekki alveg hvernig hægt er að upplifa annarra upplifanir um dauðann nema að komast í samband við einhvern sem hefur upplifað slíkt. Ég tel þó ekki ráðlegt að upplifa það í gegnum líkama þinn, né gera nokkuð sem getur skaðað þig, hvort sem er á líkama eða sál.

Sú tilvitnun sem þú notar „Hræðstu ei, það er gott að deyja“ er úr ljóði eftir hið Íslenska skáld Matthías Jochumsson og spyr maður sig hvort það séu í raun einhverjir sem geti staðfest það að gott sé að deyja.

Það er gott að velta fyrir sér hinum ýmsu efnum en ef þetta ákveðna hugðarefni veldur þér ruglingi eða veltir upp of miklum vangaveltum og spurningum sem erfitt er að fá svör við, þá mæli ég með að þú finnir þér nýtt.

Gangi þér vel.
Bogi

04. nóvember 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015