Sveppasýking og vesen

26. ágúst 2013

Spurning

Hjarta

hjarta
Flokkun: 

Góðan dag ég er í því veseni að vera með sveppasýkingu sem ég fékk rétt eftir hálskyrtla töku og ég byrjaði að nota pevaril og svo daktakort og er núna að cardesol (hvernig sem það er skrifað) og málið er a´þetta er búið að vera svona í rúm 2 ár og búinn að fara nokkrum sinnum til læknis það var tjékkað á klamediu, ég tók c-vítamin og notaði sápu sem er með þarna ph5 dæminu ég er ekki mikið í brauðinu eða mjólkinni og heldur ekkert mikið í bjórnum og svo á ég stelpu sem er 4 ára og fær þetta við og við en næ ekki að finna neitt mynstur svo benti systir mín á að það þyrfti að þrífa þvotta vélar svo ég þeir með ediki og klór, ég er alveg að fara gefast upp á þessu og þarf að fara losna við þetta og er opinn fyrir öllum hugmyndum
takk fyrir að nenna lesa þetta væl hehe :)

Hljómar ekki eins og væl fyrir mér.  Ég veit að sveppasýking getur verið mjög þrálát en það eru til fjöldinn allur af ráðum og stundum verður maður enn ruglaðri en áður.  Mér sýnist á spurningunni að þú finnir bara fyrir þessu í kynfærunum, ekkert í munni eða hósti eða önnur einkenni?  Ef þú finnur fyrir öðrum einkennum s.s. hósta og þreytu þá skaltu skoða málið hvort að það gæti leynst sveppur í húsinu þínu.
En ef þetta snýst um einkenni frá kynfærum og meðferðirnar eru ekki að virka þá er spurning hvað skal gera.  Það getur margt haft áhrif.  Ef þú átt mann þá þarf hann að nota kremin líka.  Passar þú upp á að klára meðferðina, að nota kremið 3-4 daga eftir að einkennin eru horfin (annars er hætta á að sveppurinn komi aftur).  Mataræði hefur áhrif.  Sveppir elska sykur og ger.  Borða AB mjólk eða taka inn AB gerla hjálpar. 
Candizol er got lyf við sveppasýkingu og mér skilst á bréfinu þínu að þú sért að taka það núna.  Það er mjög líklegt að það virki en það er margt sem þú getur gert til að minnka líkurnar á að sýkingin komi aftur.  Og aftur ef þú átt mann þá skaltu skella honum á meðferð líka, t.d. Daktacort (krem) í amk. 10 daga svo að hann smiti þig ekki aftur.
Það eru til ýmiss náttúrulyf s.s. Bio Cult Candéa, þori ekki að fullyrða neitt um virkni en sakar ekki að prófa.
Athugaðu einnig hvernig dömubindi þú notar, varastu að nota bindi með svona “plast” húð yfir og veldu heldur náttúruleg bindi.  Ekki vera í of miklum fötum þegar þú sefur, varastu að svitna í klofinu.  Sveppir elska raka.
Ég veit að þetta getur verið mikil þolinmæðisbarátta.  En skoðaðu þessi atriði og ég vona að það sé eitthvað sem hjálpar.
Endilega sendu aftur línu ef þú vilt spyrja eitthvað meira.
Gangi þér vel, baráttukveðjur, íris
26. ágúst 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018