Klámáhorf og hraðar fullnægingar

17. desember 2013

Spurning

hæ ég er 13 ára stelpa og ég er með nokkrar spurningar.
Í fyrsta lagi er ég með hrillilegan verk í brjóstunum hvað er það? Svo fæ ég fullnæingu alltaf fljótt ef ég fróa mér, er ég bara í tvær mín og þá er ég nú þegar búin að fá 2 -3 fullnægingar. Á ég að hægja á mér eða geri ég fróunina of hratt ?? Svo er ég búin að fá útferð í sirka 2 ár! þýðir það að ég sé að byrja á blæðingum ég er nú bara 1,60 á hæð? Og svo síðasta spurningin...er gott að horfa á klám, bara myndir samt því ég get ekki hætt því og ég skammast mín rosalega fyrir það.
Væri þakklát fyrir svar ef ykkur finnst ég ekki bara ógeð.

Verkur í brjóstum er vegna þess að þau eru að stækka og breytast.  Þetta er hluti af kynþroskanum og þú munt finna fyrir þessu af og til, getur staðið í mislangan tíma en getur tekið nokkkur ár.  Það er líka algengt að brjóstin verði aum nokkra daga í mánuði, oftast rétt fyrir blæðingar.  Þannig að engar áhyggjur af því.

Útferð er líka alveg eðlileg og getur hún breyst, verið meiri eða minni það fer eftir hormónaframleiðslunni.  En eðlileg útferð er ekki með sterkri lykt og er hvít eða ljósgul.  Það ætti aldrei að fylgja neinn kláði eða sviði.  Svo fremi sem útferðin er þannig og engin önnur einkenni þá er allt í fína.  Ef útferðin dekkist þá gæti það verið merki um að blæðingar fari að byrja.  En útferðin sem þú lýsir er líklegast tengd hormónaframleiðslunni vegna kynþroskans.  Þannig að aftur engar áhyggjur.

Fullnæging við sjálfsfróun getur tekið mislangan tíma.  Það er eðlilegt að þú fáir fullnægingu fljótt ef þú ert orðin mjög gröð eða æst eins og t.d. við að horfa á klám.  Það fer líka eftir því hve vel þú einbeitir þér og margt sem hefur áhrif.  Þú ert örugglega ekki að fróa þér of hratt.  Þú getur auðvitað stjórnað því að stoppa eða gera hægar ef þú vilt seinka fullnægingunni.  Allt saman eðlilegt.

Klám.  Það er skiljanlegt að vera forvitin og finnast spennandi að horfa á klám eða kynferðislega æsandi efni.  Það er ekki eðlilegt að geta ekki hætt þó þú viljir.  Það er spurning hvort þú hafir reynt að hætta en ferð alltaf að horfa samt og færð svo samviskubit.  Það er ekki í lagi og þú ættir að ræða það við einhvern.  T.d. lækni eða sálfræðing.  Kannski skólahjúkrunarfræðing eða skólasálfræðing?  Veit það hljómar ekki beint auðvelt að ræða svona mál en það er miklu betra að gera það fyrr en síðar ef þér finnst þú ekki hafa stjórn á þessu.  Þú ert sko alls ekkert ógeð eða skrítin.  Þetta er algengara en þú heldur og mjög vont að missa stjórn á einhverju svona sem maður eiginlega vill ekki.  Klám er líka mjög misjafnt og spurning hvernig klám þú ert að horfa á, sumar klámmyndir eru mjög grófar og ofbeldisfullar og það ættir þú fyrir alla muni að forðast.  Klám er ekki mynd af venjulegu kynlífi og það er mikilvægt að þú vitir það.  Ég vona að þú treystir þér til að ræða þetta við einhvern.  Endilega skrifaðu aftur ef þú vilt viðtal við ráðgjafa hjá okkur eða meiri ráðleggingar hvert er hægt að leita eftir viðtali.

Gangi þér vel, kveðja íris

17. desember 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  02.05.2016