Tannlæknanám

15. janúar 2014

Spurning

Eg er með spurningu um tannlæknanám. Er erfitt að komast inn í námið eða komast i gegnum clasusinn? Eru launin góð?

Hæ hæ

Þeir sem hafa stúdentspróf af bóknámsbraut hafa rétt til þess að skrá sig í tannlæknanám Háskóla Íslands. Samkeppnispróf eru svo haldin í lok misserisins í desember. Það geta verið um 50 - 60, þó auðvitað misjafnt hversu margir skrá sig til náms, en einungis þeir 7 efstu fá að halda áfram námi á annað misseri 1. árs. Það má segja að það sé nokkuð erfitt að vera einn af þeim 7 efstu og eru það mjög góðir nemendur sem ná þeim árangri. Námið tekur 6 ár og eru því 7 nemendur á hverju ári. Að námi loknu vinna þeir nemendur nær undantekningalaust sem tannlæknar en laun þeirra fara eftir stærð kúnnahóps og verkefnum.

Allar upplýsingar um námið má finna á vef háskólans
http://www.hi.is/tannlaeknadeild/tannlaeknisfraedi
 

Gangi þér vel

15. janúar 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum