Á ég rétt á einhverjum styrk?

16. janúar 2014

Spurning

Hæhæ,
Ég er með eina spurningu. Ég er 19 ára stelpa, ég er í skóla en mig langaði til þess að spyrja því ég er nefnilega að fara flytja út frá mömmu og var að velta fyrir mér hvort það er einhver möguleiki á einhvers konar styrk fyrir mig ?
Ég hef ekki hugmynd um svona og var bara að velta þessu fyrir mér. Ég er i 100% námi í fjölb. í Ármúla og svo er eg í vinnu með skóla sem er ekkert voðalega vel borguð eða ca.30-40 þúsund á mánuði

Þannig að mín spurning er hvort ég hafi rétt á einhverjum styrk?
Takk takk!

Sæl

Það eru litlir möguleikar á styrkjum þegar maður er í námi, en þú ert að gera hárrétta hluti með því að vinna aðeins með skólanum, eins mikið og þú ræður við.

Ef þú ert með lögheimili í Reykjavík gætir þú hins vega haft samband við þjónustumiðstöðina í hverfinu þínu til að athuga með rétt þinn.  Þjónustumiðstöðvarnar eru eftirfarandi:

  • Vesturgarður- vesturbær S:  411-1700
  • Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða S:  411-1600
  • Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis S: 411-1500
  • Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholtss:  S: 411-1200
  • Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalaness S:  411-1400
  • Þjónustumiðstöð Breiðholts S:  411 1300

Ef þú býrð í öðrum sveitafélögunum, gætir þú leitað til félagsþjónustunnar í þínum heimabæ.

bestu kveðjur og gangi þér vel

16. janúar 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Nám |  27.05.2014 Inntökuskilyrði í Versló