Óreglulegar blæðingar

21. ágúst 2013

Spurning

<P>hæhæ... ég var að byrja á blæðingum fyrir 2 mánuðum en ég er ekki búin að fara á blæðingar síðan þá ég var að pæla hvað er málið með það ? ég er ekki að fatta þetta:/</P>

Alveg eðlilegt.  Blæðingarnar verða sjaldnast alveg reglulegar fyrstu mánuðina.  Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af þessu, það getur alveg liðið einhver tími þar til þú ferð næst á blæðingar og ekkert óeðlileg við það.  Eina sem ég verð samt að taka fram er að ef þú hefur sofið hjá þá er best að þú takir þungunarpróf því að maður getur orðið óléttur þó að blæðingar hafi ekki verið byrjaðar og þó að það hafi verið í fyrsta sinn.  En ef þú hefur aldrei sofið hjá þá skaltu bar vera róleg yfir þessu.

  

Bestu kveðjur, íris

 

21. ágúst 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  31.05.2016
Einkalíf |  02.05.2016