Hvað er skattur?

Skatturinn er hugsaður til að mæta sameiginlegum kostnaði, sem allir íbúar landins þurfa að greiða, til að reka siðmenntað þjóðfélag.

02. mars 2017

Hvað eru skattar?

Skattar eru gjöld sem lögð eru á þegna og fyrirtæki af yfirvaldi. Skattur er iðulega reiknaður í prósentum og tekinn af eignum, launum, kaupum og öðrum tilfærslum á peningum. Skattinum er ætlað að mæta þeim sameiginlega kostnaði sem allir íbúar landsins þurfa að standa straum af til að reka siðmenntað þjóðfélag. Skattarnir eru m.a. nýttir í að halda uppi heilbrigðis- og gatnakerfi, menntakerfi, lögreglu og slökkviliði, svo eitthvað sé nefnt. Á Íslandi eru skattar innheimtaðir af ríki og sveitafélögum.

Eru til mismunandi tegundir skatta?

Já, á Íslandi eru þó nokkrar gerðir skatta. Þeir eru ýmist innheimtir af ríki eða sveitafélögum og eru lagðir á fólk og fyrirtæki. Hér er grein um helstu tegundir skatta á Íslandi. Skattar, hlutfall þeirra og þrep eru ákveðin á Alþingi og bundin í lög, en taka þó reglulega breytingum.

02. mars 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar