Hvaða fólk er á peningunum okkar?

Á íslandi eru 5 seðlar: 500kr, 1.000kr, 2.000kr, 5.000kr og 10.000kr. En hvaða fólk er þetta sem prýðir framhlið þessara seðla og fyrir hvað er þetta fók frægt?

21. júlí 2015

Á íslandi eru 5 seðlar: 500kr, 1.000kr, 2.000kr, 5.000kr og 10.000kr. En hvaða fólk er þetta sem prýðir framhlið þessara seðla og fyrir hvað er þetta fók frægt?

Hver er á 500kr (fimmhundruð króna seðlinum)?

Jón Sigurðsson (1811-1879) frv. þingmaður og helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslands. Hann er oft nefndur Jón forseti, enda var hann oft forseti Alþingis. Viðurnefnið fékk hann hins vegar vegna þess að hann var forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags frá 1851.

 

Vissir þú…
....að Jón giftist náfrænku sinni Ingibjörgu og bjuggu þau alla tíð í Kaupmannahöfn.  Jón hélt því yfir Atlantshafið til að stýra þingi hverju sinni.

Hver er á 1.000kr (þúsund króna seðlinum)?

Brynjólfur Sveinsson (1605-1675) Skálholtsbiskup, var latínuskáld og einn af helstu leiðtogum Íslands á sínum tíma og sat Kópavogsfundinn fræga. Þá þýddi hann meðal annars Nýja testamentið beint úr grísku en fékk ekki prentað og skrifaði hann einnig ritgerð um meðgöngu kvenna, lét byggja Brynjólfskirkju sem stóð til 1802 svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir að hafa eignast 7 börn komst ekkert þerra á legg og svo fór að Brynjólfur skildi enga afkomendur eftir sig.

 Vissir þú…
...að Brynjólfur og Hallgrímur Pétursson voru miklir vinir, en Brynjólfur vígði Hallgrím til prests, þrátt fyrir að Hallgrímur hafi ekki lokið prófi.

Hver er á 2.000kr (tvöþúsund króna seðlinum)?

Jóhannes S. Kjarval (1885-1972) var víðförull listmálari sem hefur þótt einn af færustu myndlistarmönnum sem Ísland hefur alið.  Jóhannes var ættleiddur, fátækur í æsku og vann við sjómannastörf, en nýtti allan frítíma til myndlistar.  Kjarval dvaldi um skeið í Kaupmannahöfn, Róm og París en íslenskt landslag varð þó aðalviðfangsefni hans. og brautskráðist frá Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1917.

Vissir þú…
...að Jóhannes tók sjálfur upp Kjarval-nafnið og átti einnig til að skrifa sig upp á ítölsku “Giovanni Effrei" ( Jóhannes frá Efriey).

Hver er á 5.000kr (fimmþúsund króna seðlinum)?

Ragnheiður Jónsdóttir (1646-1715) var mikil hannyrðakona og kenndi hannyrðir alla tíð. Á Þjóðminjasafninu má finna altarisklæði sem talið er hennar verk, sjónabók, tvær fatakistur, trafaöskjur(útskorið tré box), tvö bréf og handskrifaða sálmabók. Ragnheiður var prófastsdóttir (dóttir yfirmanns á svæði innan kirkjunnar).  Hún var kona tveggja biskupa, Gísla Þorlákssonar og Einars Þorsteinssonar. Einar var bráðkvaddur eftir mánaðarlangt hjónaband þeirra.

Vissir þú…
...að fólkið sem er með Ragnheiði á seðlinum eru eiginmaður hennar Gísli Þorláksson og tvær fyrrum eiginkonur hans.  Á bakhlið situr Ragnheiður við hannyrðir, ásamt tveimur konum.

Hver er á 10.000kr (tíuþúsund króna seðlinum)?

Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var náttúruvísindamaður og orðsnillingur mikill.  Jónas samdi mörg hin fegurstu ljóð á íslenskri tungu og var manna iðnastur við nýorðasmíð.  Jónas var einn af Fjölnismönnum og þýddi og skrifaði margar greinar, ævintýri og sögur fyrir tímaritið Fjölni, sem nokkrir Íslendingar gáfu út í Kaupmannahöfn.

Vissir þú…
...að nýyrði sem Jónas samdi eru í örletri á seðlinum og þar á meðal orðin æxlunarfæri, tunglmyrkvi og páfagaukur.

Heimildir

21. júlí 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar