Hvað er til ráða ef endar ná ekki saman?

Besta ráðið er að halda bókhald og fjárhagsáætlun. Reyna að spara við matarinnkaupin og forðast allar skuldir.

31. október 2013

Er algengt að fólk nái ekki endum saman í fjármálum?

Í könnun sem gerð var árið 2011 sögðu 50% landsmanna að þeim þætti erfitt að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Ungt fólk er stór hluti þessa hóps - og á sama tíma sá hópur sem er hvað verst í stakk búinn til að kljást við slík vandamál.

Hvað er til ráða ef endar ná ekki saman?

Besta ráðið er að halda bókhald og gera fjárhagsáætlun. Það hefur sýnt sig og sannað að bókhald er besta tækið þegar kemur að því að stjórna því hvert peningarnir fara. Meðfram því er gott að gera raunhæfa fjárhagsáætlun og reyna eftir fremsta megni að láta hana standa.

Áttavitinn hefur tekið saman grein um hvernig megi draga úr eyðslu og halda bókhald.

Auðveldast er að spara við matarinnkaupin

Það er nær ómögulegt að draga úr kostnaði við ákveðna hluti, eins og húsleigu, hita og rafmagn. Hinsvegar eru til leiðir til að spara við matarinnkaupin.

Áttavitinn hefur tekið saman nokkur góð ráð sem nálgast má hér.

Best er að forðast yfirdráttinn

Það kostar helling af peningum að skulda og því er best að forðast neysluskuldir eins og Visa-reikninga og yfirdráttarlán. Ef fólk er komið í þá stöðu að skulda bankanum töluverða upphæð er sniðugast að reyna að finna leiðir til að greiða þær niður. Til að mynda gæti verið skynsamlegt að losa sig við kreditkortið og fá að greiða upphæðina á nokkrum mánuðum. Ef fólk neyðist til að taka lán er skynsamlegt að stilla því í hóf og taka aðeins lán fyrir helstu nauðsynjum og bera saman lánakjör sem í boði eru.

Í neyð er hægt að leita til Fjölskylduhjálpar og Mæðrastyrksnefndar

Bæði Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd úthluta mat og helstu nauðsynjavörum á miðvikudögum frá klukkan 14:00 til 16:30. Úthlutað er eftir stærð fjölskyldu. Ekki þarf að framvísa neinum gögnum að undanskildum skilríkjum.

  • Mæðrastyrksnefnd er til húsa að Hátúni 12 í Reykjavík.
  • Fjölskylduhjálp Íslands er til húsa að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík.
31. október 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Nám |  27.05.2014 Inntökuskilyrði í Versló