Rauðar doppur á kóngnum

31. október 2013

Spurning

Góðan daginn ég er 17 ára strákur sem er með rauðar doppur (ekki bólur að minni bestu vitund) á typpinu (kónginum) ég veit ekkert hvað þetta er .. en ég hef sofið hjá 2 gellum einni einusinni og með smokk, hin er kærastan mín og hún var hrein þegar við kynntumst svo ég er svona eginlega búinn að útiloka að þetta sé kynsjúkdómur. eða gæti þetta verið kynsjúkdómur eða hvað gæti þetta verið? og er mjög líklegt að þetta sé smitandi?

Það er algengt að strákar fái saklaus útbrot á typpið. Ef að þetta er ekki að valda neinum óþægindum, ekki kláða eða vont að pissa þá er ólíklegt að þetta sé eitthvað til að hafa áhyggjur af og sérstaklega þar sem þú hefur ekki stundað óvarið kynlíf með fleirum. Það er samt alltaf best að vera viss og ef þú ert í vafa þá skaltu bara panta tíma hjá lækni á heilsugæslunni og láta kíkja á þetta. Þú finnur þína heilsugæslu á http://www.heilsugaeslan.is/

Gangi þér vel, kveðja íris

31. október 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Vinna |  10.05.2017
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð