Hvað er kapítalismi?

Kapítalismi er efnahagsstefna sem byggir á eignarétti einstaklinga, markaðsfrelsi og samkeppni

06. nóvember 2013

Kapítalismi er efnahagsstefna sem byggir á eignarétti einstaklinga, markaðsfrelsi og samkeppni fyrirtækja og einstaklinga um hagnað.

Kapítalismi er því nokkurs konar efnahagsleg hlið frjálshyggju og nýfrjálshyggju og varð ríkjandi á Vesturlöndum upp úr iðnbyltingu og upplýsingu 17. og 18. aldarinnar.

Deildar meiningar eru um hvað nákvæmlega teljist vera kapítalismi og hvað ekki en hann er fyrst og fremst talinn markast af vægi eignaréttar einstaklinga og markaðsfrelsis gegn afskiptum ríkisins.

Afbrigði kapítalisma

Stundum hefur verið talað um „ríkis-kapítalisma“ (e. state capitalism) og „markaðssósíalisma“ (e. market socialism); þar sem kapítalísk einkenni fara saman við mikil ríkisafskipti.

Frægasta dæmið um þetta er líklega Kína, þar sem ríkið hefur mjög víðtæk völd yfir samfélaginu í nafni kommúnisma en rekur viðskipti og efnahag sinn á grundvelli markaðsfrelsis og samkeppni.

Sósíaldemókratismi leitast sömuleiðis við að sameina markaðsbúskap við velferðarkerfi en gerir það á lýðræðislegum grundvelli, ólíkt ríkis-kapítalisma kommúnista í Kína.

Kapítalismi er því fyrst og fremst lýsing á ákveðnum efnahagslegum einkennum samfélags sem geta verið við lýði í mismiklum mæli hverju sinni.

Kapítalismi er efnahagsstefna sem byggir á eignarétti einstaklinga, markaðsfrelsi og samkeppni.

06. nóvember 2013

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015